Rekstrarspá 2021
Rekstrarspá gerir ráð fyrir að hagnaður ársins verði 3.589 m.kr. fyrir skatta og að mun betra jafnvægi verði í afkomu trygginga-, fjárfestinga- og fjármögnunarstarfsemi samstæðunnar auk lækkunar rekstrarkostnaðar.
Spáin fyrir 2021 gerir ráð fyrir að eigin iðgjöld vaxi aðeins á milli ára og verði 15,8 ma.kr. Reiknað er með að fjárfestingatekjur verði 2,7 ma.kr. Byggir áætlunin á langtímaviðmiðum einstakra fjárfestingaflokka þar sem erfitt er að spá fyrir um skammtímasveiflur á markaði. Hreinar tekjur af fjármögnunarstarfsemi er spáð að verði rúmir 2 ma.kr.
Gert er ráð fyrir að samsett hlutfall verði 94%, ávöxtun fjárfestinga 8,9% og afkoma fjármögnunar um 414 m.kr.
Tekjuskattur er 20% af tekjuskattsstofni en hagnaður af hlutabréfum og móttekinn arður vegna félaga er frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Tekjuskattsstofn mun því að hluta til ráðast af arði og ávöxtun hlutabréfa í fjárfestingasafni TM á árinu.