Framkvæmdastjórn


Sigurður

Sigurður Viðarsson

forstjóri

Sigurður hóf störf hjá TM í október 2007. Hann starfaði áður hjá Kaupþingi Líf m.a. sem aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri fjármála- og tryggingaþjónustu. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. 

Garðar

Garðar Þ. Guðgeirsson

framkvæmdastjóri þróunar

Garðar hóf störf hjá TM í júní 2008. Hann starfaði á árunum 2007–2008 sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Kaupmannahöfn. Garðar er með BS-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í Software Engineering frá University of York. Garðar lauk jafnframt MBA-gráðu frá IMD árið 2006.

Hjálmar

Hjálmar Sigurþórsson

framkvæmdastjóri trygginga

Hjálmar hóf störf hjá TM í september 1988 fyrst sem starfsmaður í tjónaþjónustu en varð framkvæmdastjóri hennar árið 2005. Árið 2008 tók Hjálmar við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu TM og varð framkvæmdastjóri trygginga árið 2020. Hjálmar er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Kjartan

Kjartan Vilhjálmsson

framkvæmdastjóri samskipta

Kjartan hóf störf hjá TM í janúar 2005 sem lögfræðingur í tjónaþjónustu en hann útskrifaðist sem cand.jur. frá lagadeild Háskóla Íslands sama ár. Kjartan varð framkvæmdastjóri tjónaþjónustu í maí 2008 og síðar framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála árið 2016. Hann varð framkvæmdastjóri samskipta árið 2020.

Markus

Markús Árnason

framkvæmdastjóri fjárfestinga

Markús hóf störf hjá TM árið 2008 á sviði fjárfestinga og þróunar. Fyrir tíma sinn hjá TM vann hann hjá fjárfestingarfélaginu Stoðum og Landsbankanum. Auk þess hefur Markús setið í stjórn fjölmargra félaga á undanförnum árum. Markús er með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Óskar

Óskar B. Hauksson

framkvæmdastjóri fjármála og reksturs

Óskar hóf störf hjá TM í ágúst 2006 sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Óskar er með cand.ing.-gráðu í rafmagnsverkfræði og BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með MBA-gráðu frá Oxford, Said Business School, árið 2005. Óskar hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs TM frá árinu 2008. 

Ólöf

Ólöf Jónsdóttir

framkvæmdastjóri fjármögnunar

Ólöf er véla- og iðnaðarverkfræðingur (BS) frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í aðgerðarrannsóknum frá London School of Economics. Ólöf hefur starfað í hálfan annan áratug á íslenskum fjármálamarkaði. Frá árinu 2017 starfaði hún hjá Kviku banka, fyrst sem forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar sem forstöðumaður fjártækni. Ólöf tók við núverandi starfi í apríl 2020.