Stjórn TM
Stjórnarmenn og forstjóri TM þurfa að fullnægja þeim skilyrðum sem kveðið er á um í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi, auk þess sem forstjóri og stjórnarmenn TM þurfa að standast hæfnismat Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fer fram í samræmi við reglur nr. 886/2012 um framkvæmd hæfnismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna vátryggingafélaga.