Stjórn TM

Stjórnarmenn og forstjóri TM þurfa að fullnægja þeim skilyrðum sem kveðið er á um í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi, auk þess sem forstjóri og stjórnarmenn TM þurfa að standast hæfnismat Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fer fram í samræmi við reglur nr. 886/2012 um framkvæmd hæfnismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna vátryggingafélaga.


Örvar

Örvar Kærnested

stjórnarformaður

Örvar tók fyrst sæti í stjórn TM í desember 2012. Hann er fæddur árið 1976 og er sjálfstætt starfandi fjárfestir. Örvar er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Örvar starfaði á árunum 1999–2008 hjá Kaupþingi banka og síðar hjá Stodir UK Ltd. Örvar er eigandi Riverside Capital ehf. sem á 1,9% eignarhlut í TM. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

Kristín

Kristín Friðgeirs­dóttir

varaformaður stjórnar

Kristín var skipuð í stjórn TM í ágúst 2013. Hún er alþjóðlegur stjórnendaráðgjafi með eigin rekstur á sviði stefnumótunar, ákvarðanatöku, áhættustýringar, gagnagreiningar og tekjustýringar. Kristín hefur kennt við London Business School síðan 2002 og gegnir stöðu Adjunct Professor.
Kristín hefur starfað sem ráðgjafi fyrir McKinsey, Intel, Yahoo, Lloyd's, Lufthansa, Rabobank o.fl. Kristín útskrifaðist með BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MS-gráðu í fjármálaverkfræði frá Stanford-háskóla árið 1997 og lauk árið 2002 Ph.D. í rekstrarverkfræði frá sama skóla. Kristín situr í stjórn Controlants, Distica, og Völku og var formaður stjórnar Haga á árunum 2014–2019. Kristín er fædd árið 1971. Hlutafjáreign hennar í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskipta- eða samkeppnisaðila.

Andri

Andri Þór Guðmunds­son

stjórnarmaður

Andri var skipaður í stjórn TM í ágúst 2013. Hann hefur verið forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. frá árinu 2004. Andri er með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og lauk árið 2002 MBA-prófi frá Rotterdam School of Management. Andri situr í stjórn OA eignarhaldsfélags ehf., stjórn Ofanleitis 1 ehf., Verzlunarskóla Íslands ses. og Viðskiptaráðs. Hlutafjáreign hans í félaginu nemur 120.000 hlutum. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Andri er fæddur árið 1966.

Einar

Einar Örn Ólafsson

stjórnarmaður

Einar tók sæti í stjórn TM í mars 2017. Einar starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslandsbanka 1997–2001 og 2004–2009, var forstjóri Skeljungs 2009–2014 og framkvæmdastjóri Arnarlax 2014–2016. Einar er menntaður véla- og iðnaðarverkfræðingur og hefur MBA-gráðu. Einar er stjórnarformaður Terra hf., Löðurs ehf. og Dælunnar ehf. Einar á óbeint 0,79% hlut í TM í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Eini ehf., og Stoðir hf. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Einar er fæddur 1973.

 

 

Helga

Helga Kristín Auðunsdóttir

stjórnarmaður

Helga Kristín tók sæti í stjórn TM í mars 2020. Helga Kristín hefur starfað um átta ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur hjá Stoðum hf. og kennari við háskólann í Miami. Helga lauk BS-prófi í viðskiptalögfræði og ML-prófi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst, LLM-prófi frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð og stundar doktorsnám við Fordham University í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars rannsakað fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum.

Helga hefur haldið erindi á fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum um nýsköpun á sviði lögfræði og fjórðu iðnbyltinguna. Helga Kristín sat í varastjórn TM frá 2012–2015. Hlutafjáreign hennar í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskipta- og samkeppnisaðila. Helga Kristín er fædd árið 1980.


Varamenn

Bjarki Már Baxter

varamaður

Bjarki Már tók fyrst sæti í stjórn TM í desember 2012. Hann er sjálfstætt starfandi lögmaður og var yfirlögfræðingur WOW air hf. Á árunum 2013–2015 starfaði hann sem lögmaður hjá Hildu ehf. og 2011–2013 var hann yfirlögfræðingur slitastjórna Frjálsa hf. og SPRON hf. Hann situr í stjórn Hylju verktaka ehf. Hlutafjáreign hans í félaginu er engin. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Bjarki Már er fæddur árið 1982.

Bryndís Hrafnkelsdóttir

varamaður

Bryndís tók sæti í varastjórn TM í mars 2011. Hún er viðskiptafræðingur (cand. oecon.) frá Háskóla Íslands 1989 og hlaut MS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla 2015. Hún hefur frá árinu 2010 verið forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Á árunum 2000–2006 var hún framkvæmdastjóri Debenhams á Íslandi, starfaði á fjármálasviði samstæðu Kaupþings banka hf. 2007–2008 og var fjármálastjóri Landfesta hf. á árunum 2008–2010. Hún er stjórnarformaður Ofanleitis 1 ehf. og formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands. Einnig situr hún í stjórn Regins hf. Hlutafjáreign hennar í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stóra hluthafa, stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Bryndís er fædd árið 1964.