Arðsemi eigin fjár

TM hefur sett sér markmið um að ávöxtun eigin fjár skuli vera hærri en 15%. Þetta markmið hefur náðst í þrjú skipti undanfarin fimm ár og hefur meðalarðsemin verið 18,3%. TM vinnur að því á hverjum tíma að besta fjárhagsskipan sína í samræmi við áhættuvilja stjórnar.

Á undanförnum árum hefur verið kappkostað að stýra félaginu í samræmi við áhættuvilja stjórnar út frá Solvency II gjaldþolshlutfalli. Fjárhagsskipan TM og tjónaskuld er stöðugt endurmetin í samræmi við þessar kröfur. Arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa hafa síðan þá verið miðaðar við að halda gjaldþolshlutfalli innan þeirra marka sem áhættuvilji stjórnar setur. Samkvæmt honum á gjaldþolshlutfallið að vera innan 1,2 til 1,6 sinnum gjaldþolskrafa félagsins. 

 

Ardsemi-2020