Fréttaannáll
Nokkrir viðburðir sem TM er hluti af féllu niður á árinu vegna COVID-19. Má þar nefna Sjávarútvegsráðstefnuna í Hörpu þar sem TM afhendir verðlaunagripinn Svifölduna fyrir framúrstefnuhugmynd ráðstefnunnar, Arctic Circle ráðstefnuna, IceFish-ráðstefnuna og árlegt TM mót í knattspyrnu sem er vanalega eitt stærsta mót ársins þar sem yfir 4.000 börn taka þátt.