TM í Kauphöll

Hlutabréf TM voru skráð í Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi 8. maí 2013. 

Upplýsingastefna TM

1. Markmið upplýsingastefnu

Markmið upplýsingastefnu TM er að tryggja jafnan aðgang hagsmunaaðila að réttum og áreiðanlegum upplýsingum um TM. Þannig má auka þekkingu þeirra og eftir atvikum annarra á starfsemi félagsins.

2. Hagsmunaaðilar

Helstu hagsmunaaðilar vegna framkvæmdar upplýsingastefnu TM eru:

  • Hluthafar,
  • fjárfestar,
  • greiningarfyrirtæki,
  • matsfyrirtæki,
  • Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi,
  • fjölmiðlar.

3. Verklag upplýsingamiðlunar

TM fylgir í öllu þeim lögum og reglum sem gilda um upplýsingaskyldu félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Nasdaq Iceland hf. eins og nánar greinir hér að neðan.

a. Tilkynningar
Tilkynningum um uppgjör félagsins, niðurstöður matsfyrirtækja eða annað sem talið er geta haft umtalsverð áhrif á rekstur, afkomu og efnahag félagsins er dreift í gegnum fréttaveitu Kauphallar Nasdaq Iceland hf. Þegar fréttir hafa verið birtar í fréttaveitunni eru þær birtar á vef TM.

b. Kynningar
Í kjölfar árs- og árshlutauppgjöra heldur TM kynningarfundi fyrir hagsmunaaðila. Á fundunum er jafnframt farið yfir spár félagsins um afkomu næstu ársfjórðunga.

c. Þagnartímabil
Einum mánuði fyrir lok hvers uppgjörstímabils og fram að uppgjöri veitir TM engar upplýsingar um málefni er hafa áhrif á rekstur, afkomu og efnahag félagsins.

d. Afkomuspár
Samhliða uppgjörum birtir félagið spá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga. Spárnar eru uppfærðar ef líkur eru taldar á verulegu fráviki frá áður birtri spá.

e. Samskipti
Það er markmið TM að eiga í góðum samskiptum við hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi er leitast við að veita þeim aðstoð við umfjöllun um félagið innan þess ramma sem lög og reglur heimila.

f. Talsmaður
Forstjóri TM er talsmaður félagsins. Hann getur veitt öðrum starfsmönnum TM tímabundna heimild til þess að tjá sig um afmarkaða þætti starfseminnar.

Forstjóri félagsins er Sigurður Viðarsson.
Netfang: sigurdur@tm.is.

Upplýsingastefna TM er samþykkt af stjórn félagsins og skal endurskoðuð a.m.k. einu sinni á ári.

Stjórn TM hf.

Þróun á hlutabréfaverði TM frá skráningu til loka árs 2020

 

Throun_hlutabefa_2020

Arðgreiðslur

  • 21.03.2014: 1,91 kr. per hlut. 
  • 13.03.2015: 5,41 kr. per hlut. 
  • 18.03.2016: 2,14 kr. per hlut. 
  • 17.03.2017:  2,21 kr. per hlut. 
  • 16.03.2018: 2,21 kr. per hlut.
  • 15.03.2019: 1,03 kr. per hlut.

Listi yfir 20 stærstu hluthafa 31. desember 2020

Kennitala Nafn Hlutafé %
6012730129 Stoðir hf. 76.417.375 kr. 9,90
4302694459 Lífeyrissjóður verslunarmanna 73.964.025 kr. 9,58
5611952779 Gildi - lífeyrissjóður 67.588.156 kr. 8,76
4910080160 Íslandsbanki hf. 57.306.284 kr. 7,42
4302690389 Birta lífeyrissjóður 51.052.363 kr. 6,61
5501973409 Lífeyrissj. starfsm. ríkisins A-deild 50.607.500 kr. 6,56
6010922559 Stapi lífeyrissjóður 33.922.473 kr. 4,39
4910982529 Brú Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga 30.778.046 kr. 3,99
4710080280 Landsbankinn hf. 26.868.246 kr. 3,48
4702068450 Stefnir - ÍS 15 25.258.797 kr. 3,27
4302694299 Lífsverk lífeyrissjóður 19.674.626 kr. 2,55
6403179810 Akta Stokkur 15.280.750 kr. 1,98
6712129750 Kvika - IHF hs. 14.373.833 kr. 1,86
4302696669 Lífeyrissj. starfsm. ríkisins B-deild 13.771.770 kr. 1,78
4304079610 Stefnir – ÍS 5 13.256.691 kr. 1,72
5701129960 Kvika – Innlend hlutabréf 12.800.016 kr. 1,66
4302696589 Lífeyrissjóður starfsm. Reykjavíkurborgar 12.109.239 kr. 1,57
5810080150 Arion banki hf. 11.925.554 kr. 1,54
4502902549 Almenni lífeyrissjóðurinn 11.328.172 kr. 1,47
5804025850 ÍV fjárfestingafélag ehf. 10.244.000 kr. 1,33